Tónlistin mun taka öll völd í Reykjavík í næstu viku þegar Airwaves-hátíðin fer fram og hægt verður að fara á tónleika um allan bæ. Þar á meðal á Dvalarheimilinu Grund þar sem Júníus Meyvant mun m.a. koma fram á miðvikudag en hann býst við sérstökum tónleikum þar.
mbl.is heldur áfram að hita upp fyrir Airwaves sem hefst í næstu viku, með því að spjalla við tónlistarfólk.
Júníus Meyvant kemur fram í Gamla bíói á miðvikudag og í Norðurljósasal Hörpu á laugardag.