Konur nauðga líka

Á
 Íslandi 
má
 áætla
 að 
um
 17% 
barna 
hafi
 verið
 …
Á
 Íslandi 
má
 áætla
 að 
um
 17% 
barna 
hafi
 verið
 beitt 
kynferðislegu
 ofbeldi
 fyrir 
18 
ára
 aldur
 og
 að
 um
 7%
 gerenda
 kynferðisofbeldis
 gagnvart
 börnum
 á
 Íslandi
 séu
 konur.
 AFP

Um 7% gerenda kyn­ferðis­legs of­beld­is gagn­vart börn­um eru kon­ur en 3,6% skjól­stæðinga Stíga­móta hafa verið beitt­ir kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu kvenna. Því kon­ur nauðga líka. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyr­ir­lestri Hilm­ars Jóns Stef­áns­son­ar á Þjóðarspegli Há­skóla Íslands.

Á
 Íslandi 
má
 áætla
 að 
um
 17% 
barna 
hafi
 verið
 beitt 
kyn­ferðis­legu
 of­beldi
 fyr­ir 
18 
ára
 ald­ur
 og
 að
 um
 7%
 gerenda
 kyn­ferðisof­beld­is
 gagn­vart
 börn­um
 á
 Íslandi
 séu
 kon­ur.
 Þetta er meðal þess sem kom fram í rann­sókn sem Hilm­ar Jón vann í fyrra og fjall­ar um í meist­ara­prófs­rit­gerð sinni í fé­lags­ráðgjöf við Há­skóla Íslands. 

Rang­hug­mynd­ir og for­dóm­ar í sam­fé­lag­inu

Í er­indi sínu á Þjóðarspegl­in­um lýsti Hilm­ar þeim rang­hug­mynd­um og for­dóm­um sem ríkja í garð þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu kvenna. Viður­kenndi hann að hafa sjálf­ur verið með for­dóma­full­ar hug­mynd­ir og ekki gert sér grein fyr­ir því að kon­ur beittu drengi slíku of­beldi og sagðist hafa talið, líkt og marg­ir aðrir, að kon­ur tækju þátt í slíku að áeggj­an karla. En eft­ir að hafa kynnt sér málið komst hann á aðra skoðun og for­dóm­arn­ir fóru. 

Hann tók sem dæmi að þegar hann vann rann­sókn sína hafði kona hafi aldrei verið dæmd fyr­ir kyn­ferðis­brot gagn­vart börn­um á Íslandi. Fyrr á þessu ári hafi hins veg­ar fimm­tug kona verið dæmd  fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart tíu ára dreng.

Eng­inn sagði frá fyrr en á full­orðins­ár­um - skömm­in var svo mik­il

Hilm­ar Jón tók viðtöl við fimm karl­menn á aldr­in­um 30 til 65 ára sem höfðu verið mis­notaðir kyn­ferðis­lega af kon­um í æsku. Helstu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar eru þær að eng­inn af viðmæl­end­un­um sagði frá kyn­ferðisof­beld­inu fyr­ir 18 ára ald­ur. Flest­ir þeirra þögðu langt fram á full­orðins­ár­in með til­heyr­andi skömm og sekt­ar­kennd. All­ir viðmæl­end­urn­ir greindu frá mik­illi van­líðan á full­orðins­aldri, til að mynda þung­lyndi, kvíða, fé­lags­fælni, sjálf­skaðandi hegðun, lé­legri sjálfs­mynd, að þeir ættu erfitt með að setja öðrum mörk og ættu í erfiðleik­um með kyn­líf og náin sam­bönd.

Að sögn Hilm­ars ætlaði hann að taka viðtöl við fleiri karl­menn sem hefðu orðið fyr­ir slíku of­beldi en hluti hóps­ins treysti sér ekki til þess að taka þátt. 

Flest­ir 7-11 ára þegar þeir voru beitt­ir kyn­ferðis­legu of­beldi

Hann seg­ir að það hafi komið á óvart hversu ung­ir dreng­irn­ir voru þegar of­beldið hófst en flest­ir voru 7-11 ára gaml­ir og sá yngsti var fimm ára gam­all. Mis­jafnt var hversu oft dreng­irn­ir urðu fyr­ir of­beld­inu, allt frá einu skipti upp í að vera dag­leg áreitni í mörg ár. Oft­ast var um gróft kyn­ferðis­legt of­beldi að ræða, meðal ann­ars að bera kyn­færi sín fyr­ir fram­an barnið, káf inn­an klæða á kyn­fær­um barns og munn­mök. 

Hilm­ar lýsti upp­lif­un eins drengs­ins sem varð fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu móður sinn­ar:

Hvað er blíða? Hvað er örvun? eða girnd?

„...Það sem ég skildi ekki, þá var ég 7 ára... ég áttaði mig ekki á því, ég hélt að það að þvo kyn­færi væri bara að þvo kyn­færi, skil­urðu, ég túlkaði það ekk­ert meira.. ég túlkaði það sko ekki einu sinni sem brot... og þetta áger­ist eft­ir því sem ég varð eldri... þegar maður er ung­ur þá skil­ur maður ekki... svona vissa hluti og maður kann ekki að greina á milli, hvað er fikt? hvað er blíða? og hvað er ein­hver örvun? eða ... girnd? ... er eitt­hvað sem kem­ur seinna, kannski ekki fyrr en maður fer að fá hvolpa­vitið...“

Kon­urn­ar sem beittu þá of­beldi voru bæði inn­an fjöl­skyldu, til dæm­is móðir og syst­ir og eins ná­grann­ar og í einu til­viki ókunn­ug kona. All­ir nema einn þeirra töluðu um að hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri örvun á með kyn­ferðisof­beldið átti sér stað og þá tog­streitu sem það olli þeim. 

Hef­ur áhrif á allt þeirra líf

Að sögn Hilm­ars áttu þeir all­ir erfitt með að segja frá of­beld­inu sem þeir höfðu orðið fyr­ir og skömm­in yf­ir­sterk­ari þörf­inni að segja frá. Sum­ir hafi jafn­vel íhugað að taka þetta leynd­ar­mál með sér í gröf­ina en kvöl­in var svo mik­il að það var valið á milli þess að segja frá eða fremja sjálfs­víg.

Þetta hef­ur litað allt þeirra líf og leituðu þeir í áfengi og vímu­efni til þess að deyfa kvöl­ina. All­ir hafa þeir glímt við skömm, kvíða og þung­lyndi. Eins hafði þetta áhrif á skóla­göngu þeirra, kyn­líf og tengsl við eig­in börn. Þeir hafa átt í erfiðleik­um með sam­skipti við kon­ur og ein­hverj­ir hafa leitað á náðir kyn­lífs og þrá­hyggju á því sviði. Einn þeirra lýsti því meðal ann­ars hvernig hann sótti í klám á unglings­ár­um. 

Að sögn Hilm­ars voru sjálfs­vígs­hugs­an­ir al­geng­ar meðal viðmæl­enda hans og ein­hverj­ir þeirra höfðu gert slík­ar til­raun­ir. 

Eins og hér kom fram að fram­an höfðu þeir flest­ir upp­lifað að verða fyr­ir kyn­ferðis­legri örvun við kyn­ferðisof­beldið sem olli því að þeir upp­lifðu innri tog­streitu og truflaði þetta þeirra eigið kyn­líf síðar á lífs­leiðinni. Jafn­framt leituðu þeir í brot­in sam­bönd við alkó­hólista og eða þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is. 

Þögn­in er besti vin­ur ger­and­ans

Hilm­ar ræddi einnig um þolend­ur sem verða að gerend­um. Hann nefndi er­lend­ar rann­sókn­ir sem sýna að hátt hlut­fall gerenda kyn­ferðisof­beld­is seg­ist hafa verið þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is í æsku. Síðan hafi komið í ljós að þeir segja ekki alltaf satt og rétt frá því þegar lyga­mæl­ir er notaður minnk­ar hlut­fall þeirra sem segj­ast hafa orðið fyr­ir slíku of­beldi í æsku úr 70 í 30%.

En menn­irn­ir sem urðu fyr­ir kyn­ferðisof­beld­inu í æsku hafa all­ir unnið í sín­um mál­um.

„... þá finn ég pínu­lítið hálm­strá af ein­hverju sem heit­ir frelsi... og þá fór ég að skilja það... að bati felst í því að ég þarf að segja frá öllu og fjar­lægj­ast þetta og fá frelsi og þá byrja sár­in að gróa... ég er kom­inn ákveðin skref frá þessu, bú­inn að fá ákveðna heil­un og bata, ég er í ein­hverju ferðalagi sem ég hef ekki græna glóru um hvað það er langt... og þess vegna hvet ég menn til þess að fara og leita sér hjálp­ar vegna þess að það versta sem ég get gert sjálf­um mér það er að þegja, þögn­in er besti vin­ur ger­and­ans...“

Að sögn Hilmars voru sjálfsvígshugsanir algengar meðal viðmælenda hans og …
Að sögn Hilm­ars voru sjálfs­vígs­hugs­an­ir al­geng­ar meðal viðmæl­enda hans og ein­hverj­ir þeirra höfðu gert slík­ar til­raun­ir. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Konurnar sem beittu þá ofbeldi voru bæði innan fjölskyldu, til …
Kon­urn­ar sem beittu þá of­beldi voru bæði inn­an fjöl­skyldu, til dæm­is móðir og syst­ir og eins ná­grannn­ar og í einu til­viki ókunn­ug kona mbl.is/​Brynj­ar Gauti
Mennirnir hafa átt erfitt með að tengjast sínum eigin börnum.
Menn­irn­ir hafa átt erfitt með að tengj­ast sín­um eig­in börn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina