Meðlimir hljómsveitarinnar Pink Street Boys eru lítið fyrir hálfkák; þeir vilja kebabið sitt stórt, spila hátt og eru búnir að tattúvera nafn sveitarinnar á sig. Tveir meðlimir sveitarinnar settust niður með okkur á kebab-búllu í grennd við æfingahúsnæðið, sem er við bleika götu í Kópavogi.
mbl.is heldur áfram að hita upp fyrir Airwaves með því að spjalla við tónlistarmenn og Pink Street Boys er ein mest spennandi sveitin sem kemur fram á Airwaves í ár. Þeir koma fram á Húrra á miðvikudeginum og Gauk á Stöng á laugardeginum.