Tíu manna reggísveitin Amabadama sem sló í gegn með sólskinssmellinum Hossahossa er nú að undirbúa sig fyrir Airwaves veisluna. Þeir Maggi og Hjálmar hafa sótt hátíðina um árabil og eftir að hafa misst af hátíðinni í fyrra er Hjálmar því við það að losa um ársskammt af bældum Airwaves-spenningi.
mbl.is hitar upp fyrir hátíðina sem er við það að bresta á með því að spjalla við tónlistarmenn sem fram koma á hátíðinni m.a. um hverju þeir ætli ekki að missa af.
Amabadama koma fram í Gamla Bíó á miðvikudeginum og á Húrra á fimmtudeginum.