Hugmyndin ekki komin upp

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur ekki verið rætt og hugmyndin er ekki einu sinni komin upp,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld spurður um það hvort til stæði að setja lög um frestun á verkfallsaðgerðum lækna.

Sigmundur Davíð sagði ljóst að læknar hefðu samkvæmt ákveðnum mælikvörðun dregist aftur úr í launum ef miðað væri við ákveðna samanburðarhópa. „Þannig að það er skilningur á því að þeir geri kröfu um bætt kjör.“ Hann sagði ennfremur að gagnlegt væri að heyra afstöðu Alþýðusambands Íslands til þess ef ráðist yrði í meiri launahækkun hjá læknum heldur en hægt væri í fyrsta áfanga annars staðar.

mbl.is