Mæta ekki á vaktir í verkfallinu

Fundað verður í læknadeilunni í dag.
Fundað verður í læknadeilunni í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fundað verður í kjaradeilu Læknafélags Íslands við ríkið í húsi Ríkissáttasemjara kl. 14 í dag. Viðræður hafa hingað til engan árangur borið. 

Á miðnætti í nótt hófst önnur lota verkfallsaðgerða félagsins og lögðu læknar á flæði- og aðgerðasviði spítalans niður störf. 

Fundur í kjaradeilu skurðlækna fer fram kl. 14 hjá Ríkissáttasemjara á morgun. 

Þrettán nemar gátu ekki tekið próf

Prófi sem þrettán nemar á fimmta ári í barnalæknisfræði áttu að gangast undir síðastliðinn mánudag var frestað og fer það fram á miðvikudaginn í þessari viku.

Nemendurnir vissu ekki fyrr en á síðustu stundu að prófið yrði ekki þar sem ekki var vitað hvort kæmi til verkfalls á spítalanum. 

Aðspurð segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema, að margir læknanemar hafi misst af vöktum í síðustu viku vegna verkfallsins. Vaktirnar falla þó ekki niður, nemarnir þurfa að taka þær síðar. 

Frétt mbl.is: Verkfallið hefði mikil áhrif á nemana.

mbl.is