Mikið álag er orðið á bráðadeild Landspítalans vegna verkfalls lækna og segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, spítalann ekki geta sinnt fólki sem er í brýnni þörf fyrir að komast í aðgerðir.
Um 140 skurðaðgerðir og á sjötta hundrað heimsóknir á göngu- og dagdeildir hafa fallið niður frá því að verkfallið hófst í síðustu viku. Ef fram heldur sem horfir verða aflýstar heimsóknir á göngudeildir farnar að nálgast eitt þúsund í vikulok.
Ólafur segir að endurraðað verði á biðlista eftir aðgerðum. Eftir að boðuðu verkfalli ljúki 11. desember taki við jólafrí. Því verði ekki hægt að ganga á biðlista fyrr en á nýju ári.
Þetta er mat Ágústs Einarssonar, prófessors í hagfræði við Háskólann á Bifröst. „Það er ekki nokkur spurning að efnahagsleg áhrif læknaverkfallsins eru mjög mikil.“ Fyrir utan áhrif verkfallsins á vinnugetu sjúklinga getur það leitt til vinnutaps hjá aðstandendum.