Læknar funda næst um miðja næstu viku

Aðspurð segir Sigurveig að ekki hafi þótt ástæða til að …
Aðspurð segir Sigurveig að ekki hafi þótt ástæða til að funda fyrr, ekkert sé að ræða þar sem ekki liggi fyrir nýtt tilboð Ásdís Ásgeirsdóttir

Fundur í kjaradeilu Læknafélags Íslands við íslenska ríkið í morgun bar engan árangur. Að sögn Sigurveigar Pétursdóttur, formanns samninganefndar LÍ, kom ekki fram nýtt tilboð á fundinum.

Næsti fundur í kjaradeilunni verður ekki fyrr en á miðvikudag í næstu viku og verður hann kl. 14.

Aðspurð segir Sigurveig að ekki hafi þótt ástæða til að funda fyrr, ekkert sé að ræða þar sem ekki liggi fyrir nýtt tilboð. „Við látum tímann líðan og sjáum hvað gerist,“ segir Sigurveig í samtali við mbl.is.

mbl.is