Getur dregið úr bata fólks

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar

„Þetta kemur sér illa fyrir þá sem eru í eftirfylgd og í bata. Það getur hugsanlega dregið úr bata hafi fólk ekki stuðning,“ sagði Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um áhrif tveggja sólarhringa verkfalls lækna á geðsviði Landspítalans.

„Þetta kemur verst niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem njóta lítils stuðnings frá fjölskyldu, vinum og nærsamfélagi.“

Verkfallið hófst á miðnætti í fyrrinótt og lýkur á miðnætti. Í umfjöllun um verkfallið og áhrif þess segir Anna Gunnhildur í Morgunblaðinu í dag, að unnið væri á geðsviði líkt og á helgarvakt meðan á verkfallinu stendur. Veitt er bráðaþjónusta en 100 göngudeildarviðtöl í gær og í dag voru felld niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: