Fundur í kjaradeilu Læknafélags Íslands við íslenska ríkið hefst í húsi ríkissáttasemjara kl. 9. Hátt í tuttugu samningafundir hafa farið fram í deilunni til þessa en án árangurs.
Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á geð- og skurðsviði Landspítalans, auk þess sem skurðlæknar leggja niður störf til kl. 16 í dag. Alls leggja 136 læknar niður störf þessa daga.