Eins og hálfs árs samningur samþykktur í borgarráði

Jón Gnarr og Ögmundur Jónasson ásamt fjölda gesta við undirritun …
Jón Gnarr og Ögmundur Jónasson ásamt fjölda gesta við undirritun samkomulagsins 19. apríl 2013.

Samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli var lagt fram í borgarráði í gærmorgun af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og samþykkt af meirihlutanum.

Það var undirritað af þáverandi borgarstjóra, Jóni Gnarr, og þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, hinn 19. apríl 2013 með fyrirvara um samþykki borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn samkomulaginu og fulltrúi Framsóknarflokks sat hjá, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: