Greiðslubyrði lækkar um 15%

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Hörpu í dag.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn

Skuld­ir heim­il­anna munu lækka um tutt­ugu pró­sent að meðaltali með aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna skulda­vanda heim­il­anna. Af­skrift­in mun fara fram á rúmu ári í stað fjög­urra líkt og upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir og verður að fullu lokið í árs­byrj­un 2016 í stað árs­loka 2017. Með þessu móti spar­ar ríkið sér tölu­verðar fjár­hæðir í vaxta­kostnað.

Niðurstaðan var kynnt á blaðamanna­fundi í Hörpu í dag. Rúm­ur helm­ing­ur leiðrétt­ing­ar­inn­ar renn­ur til ein­stak­linga sem eiga minna en fjór­ar millj­ón­ir króna í eig­in fé og hjóna sem eiga minna en þrett­án millj­ón­ir í eig­in fé. Rúm­ur helm­ing­ur renn­ur til fólks sem er með tekj­ur und­ir meðaltali. 

Áhrif­um verðbólgu um­fram 4% eytt

Mánaðarleg greiðslu­byrði þeirra sem nýta sér leiðrétt­ing­una að fullu get­ur lækkað um 15%. Þá er með beinu og óbeinu fram­lagi rík­is­ins öll verðbólga um­fram 4% á ár­un­um 2008 til 2009 leiðrétt til fulls en meðal­verðbólga hef­ur verið um 5,8% á síðastliðnum ára­tug. Er 4% verðbólga við vik­mörk verðbólgu­mark­miðs Seðlabanka Íslands. 

Niðurstaða um 90% um­sókna verður birt á morg­un en ekki er unnt að birta um 10% vegna ým­issa ástæðna er snúa að hög­um um­sækj­enda. Í dag er búið að vinna úr og samþykkja rúm­lega 90 þúsund um­sókn­ir en vinna stend­ur ennþá yfir og verður öll­um birt niðurstaðan fyr­ir ára­mót í síðasta lagi.

2.500 manns úr nei­kvæðri eig­in­fjár­stöðu í já­kvæða

Aðgerðin er sögð vega þyngst fyr­ir fólk und­ir meðal­tekj­um sem var inn­an við fer­tugt fyr­ir hrun, á lítið eigið fé í hús­næði sínu og skuld­ar á bil­inu 15 til 30 millj­ón­ir króna. Leiðrétt­ing­in lækk­ar höfuðstól íbúðarlána um 150 millj­arða króna. Með aðgerðunum styrk­ist eig­in­fjárstaða um 56 þúsund heim­ila með bein­um hætti og um 2.500 heim­ili fær­ast úr því að eiga ekk­ert eigið fé í fast­eign sinni yfir í já­kvæða eig­in­fjár­stöðu. 

Leiðrétt­ing fast­eignalána er liður í aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar um höfuðstóls­lækk­un lána sem tek­in voru til öfl­un­ar á íbúðar­hús­næði til eig­in nota. Leiðrétt­ing­in tek­ur til verðtryggðra fast­eigna­veðlána ein­stak­linga.  Hægt var að sækja um leiðrétt­ingu á verðtryggðum fast­eigna­veðlán­um frá því að um­sókn var opnuð 18. maí til og með 1. sept­em­ber 2014 þegar end­an­lega var lokað fyr­ir um­sókn­ir.

Fleiri aðgerðir á kjör­tíma­bil­inu

Alls bár­ust um 69 þúsund um­sókn­ir um leiðrétt­ingu hús­næðislána frá um 105 þúsund kenni­töl­um og verða niður­stöðurn­ar kynnt­ar um­sækj­end­um á morg­un, 11. nóv­em­ber á vef verk­efn­is­ins, lei­drett­ing.is Samþykki skulda­leiðrétt­ing­ar­inn­ar hefst í des­em­ber og er áætlað að ein­stak­ling­ar hafi níu­tíu daga til að und­ir­rita og samþykkja niður­stöðuna. Ef fólk sætt­ir sig ekki við niður­stöðuna verður hægt að vísa henni til sér­stakr­ar áfrýj­un­ar­nefnd­ar sem skipuð var af fjár­málaráðherra sam­kvæmt til­nefn­ingu frá Hæsta­rétti.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, sagði í grein sem hann ritaði í Morg­un­blaðið í dag leiðrétt­ing­in væri ein­ung­is fyrsta aðgerð af mörg­um sem rík­is­stjórn­in hygg­ist inn­leiða á kjör­tíma­bil­inu í því skyni að skapa heil­brigðara um­hverfi bæði heim­ila og fjár­mála­markaðar.

Frá kynningu leiðréttingarinnar í Hörpu í dag.
Frá kynn­ingu leiðrétt­ing­ar­inn­ar í Hörpu í dag. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina