Tekinn af lífi á Flórída

Chadwick Banks
Chadwick Banks Fangelsismálayfirvöld á Flórída

Yfirvöld á Flórída tóku Chadwick Banks, 43 ára, af lífi skömmu eftir miðnætti en hann myrti eiginkonu sína í svefni og nauðgaði og myrti stjúpdóttur sína fyrir tveimur áratugum.

Chadwick Banks var úrskurðaður látinn klukkan 19:27 að staðartíma, klukkan 00:27 að íslenskum tíma, að sögn talsmanns ríkisstjóra Flórída. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði skömmu áður hafnað áfrýjunarbeiðni Banks.

Banks var 23 ára að aldri þegar hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína til bana. Hann var hins vegar dæmdur til dauða fyrir að hafa nauðgað og skotið stúlkuna, sem var tíu ára gömul, til bana. Hann játaði bæði morðin.

Lögfræðingur sem sérhæfir sig í dauðarefsingum, Susan Carey, segir að Banks hafi búið við einstakt harðræði og illmennsku í barnæsku. Hann hafi á þessum tíma enn verið að berjast við ör á líkama og sár eftir ofbeldið sem hann bjó við í barnæsku.

Hún segir að Banks sé þriðji einstaklingurinn sem er tekinn af lífi á Flórída í ríkisstjóratíð Rick Scott, sem ekki fær mál sitt tekið fyrir alríkisdómi þar sem lögfræðingar viðkomandi, sem eru skipaðir af ríkinu og fá greitt fyrir frá ríkinu gleyma að sækja um að málið sé tekið fyrir hjá alríkisdómi.

Banks er sá áttundi sem er tekinn af lífi á Flórída það sem af er ári. 

Umfjöllun um mál Banks

mbl.is