Ný verkfallslota að hefjast

Ný lota verkfallsaðgerða lækna hefst aðfaranótt næstkomandi mánudags og stendur …
Ný lota verkfallsaðgerða lækna hefst aðfaranótt næstkomandi mánudags og stendur til 11. desember. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ekkert er að gerast í samningaviðræðum lækna og ríkisins. Að óbreyttu hefst því ný lota verkfallsaðgerða aðfaranótt næstkomandi mánudags og stendur til 11. desember. Eru aðgerðirnar endurtekning á aðgerðunum sem læknar gripu til í október og nóvember.

Verkfallið á mánudag og þriðjudag nær til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og rannsóknarsviðs og kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Stjórnendur Landspítalans hafa verið að búa sig undir verkfallið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Ekki er ástæða til að ætla annað en næsta lota verði sömuleiðis þung og því enn mikilvægara en áður að biðla til deiluaðila um að ná sem allra fyrst niðurstöðu í þessari erfiðu deilu. Hagsmunir allra eru í húfi,“ skrifaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í pistli sínum til samstarfsfólks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: