Malandi ljón fær nudd

Ljón elska að kela.
Ljón elska að kela. AFP

Það get­ur verið erfitt að vera ljón. Að þurfa að vera kon­ung­ur frum­skóg­ar­ins get­ur tekið á. Þess vegna er svo gott láta mann­fólkið nudda þreytt­an skrokk­inn.

Í meðfylgj­andi mynd­skeiði má sjá íbúa í rán­dýrag­arði í Suður-Afr­íku nudda ljónið Taariq. Ljónið nýt­ur meðferðar­inn­ar. 

 Taariq er ekki eina ljónið í heim­in­um sem elsk­ar að fá nudd. Mörg mynd­bönd má finna á YouTu­be þar sem ljón mala góðlát­lega á meðan þau fá nudd.

mbl.is