Það getur verið erfitt að vera ljón. Að þurfa að vera konungur frumskógarins getur tekið á. Þess vegna er svo gott láta mannfólkið nudda þreyttan skrokkinn.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá íbúa í rándýragarði í Suður-Afríku nudda ljónið Taariq. Ljónið nýtur meðferðarinnar.
Taariq er ekki eina ljónið í heiminum sem elskar að fá nudd. Mörg myndbönd má finna á YouTube þar sem ljón mala góðlátlega á meðan þau fá nudd.