Enn er óljóst hvort það er raunhæfur kostur að kaupa notaða gríska ferju til siglinga á milli lands og Eyja, í stað þess að láta smíða nýja sérhannaða ferju fyrir Landeyjahöfn.
Einn ókosturinn við grísku ferjuna er að breyta þarf öllum þremur höfnunum til að hún geti athafnað sig þar og eftir það verður ekki hægt að nota gamla Herjólf til að leysa ferjuna af.
Stjórnvöld eru að láta hanna nýja ferju, sérstaklega með aðstæður í og við Landeyjahöfn í huga. Hópur áhugamanna í Eyjum hefur aflað upplýsinga um mun stærra skip, notaða gríska ferju, sem getur flutt fleiri bíla og farþega og kostar mun minna en nýr Herjólfur.