Byggt verði á samningaleið

mbl.is/Brynjar Gauti

Drög að frum­varpi um nýtt fisk­veiðistjórn­ar­kerfi og álagn­ingu veiðigjalda grund­vall­ast á niður­stöðu sátta­nefnd­ar­inn­ar svo­nefndu sem skilaði áliti fyr­ir fjór­um árum. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra kynnti drög­in á fundi með þing­mönn­um beggja stjórn­ar­flokk­anna í gær. Kraf­ist var trúnaðar þing­manna.

Nefnd á veg­um stjórn­ar­flokk­anna hef­ur lengi unnið að und­ir­bún­ingi frum­varps­ins. Leið sátta­nefnd­ar­inn­ar bygg­ist á kvóta­kerf­inu, þó þannig að horfið verði frá út­hlut­un afla­heim­ilda með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi og þess í stað verði tekn­ir upp nýt­ing­ar­samn­ing­ar við út­gerðarfyr­ir­tæki til til­tek­ins ára­fjölda.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag staðfest­ir Jón Gunn­ars­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, að sátta­leiðin sé grund­völl­ur­inn en get­ur ekki greint frá ein­stök­um efn­is­atriðum. „Það verður að búa til rekstr­ar­um­hverfi þannig að bank­ar og lána­stofn­an­ir séu til­bún­ar til að lána fyr­ir­tækj­um í grein­inni til upp­bygg­ing­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: