Já, Airwaves er því miður búin. En það má enn skoða myndir þaðan og muna hvað hátíðin var góð.
Bandaríski leikstjórinn Bowen Staines, sem meðal annars leikstýrði myndbandi Sólstafa við lagið Lágnætti, þar sem íslensk náttúra var í aðalhlutverki, hefur greinilega ekki ekki sagt skilið við landið.
Eins og sjá má á færslu hans í ferðablogginu Stuck in Iceland fór hann víða á Iceland Airwaves, þar sem hann myndaði hátíðina. Þrátt fyrir að hafa séð mikinn fjölda af myndum af Airwaves, þá eru myndir Bowens á einhvern hátt ... öðruvísi.
Bowen er þó enginn aukvisi þegar að Airwaves kemur, enda hefur hann sótt hátíðina níu sinnum, eins og hann segir í bloggi sínu. Hátíðin í ár segir hún að hafi verið sú besta síðan 2009. Myndirnar eru frá Bowen Stains, sem mbl.is birtir með góðfúslegu leyfi hans.
Að hans mati stóð hljómsveitin Future Islands upp úr á hátíðinni, en Mammút, Agent Fresco og Retro Stefson eru líka nefnd í umfjöllun hans.
Hér að ofan má sjá úrval af myndum sem Staines tók á hátíðinni, en færsluna í heild og umfjöllun hans má sjá á Stuck in Iceland.