Fundur fór fram í kjaradeilu Læknafélags Íslands í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag en stóð stutt samkvæmt upplýsingum frá embættinu eða í um eina og hálfa klukkustund.
Boðað hefur verið til annars fundar á fimmtudaginn klukkan 15:00.
Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu skurðlækna.