Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum er sagður hafa neitað að kalla til nýjan kviðdóm til að fjalla á ný um mál lögreglumannsins sem skaut 18 ára þeldökkan ungling til bana í ágúst sl.
Ákvörðun kviðdóms um að lögreglumaðurinn yrði ekki ákærður var kynnt sl. þriðjudag. Í kjölfarið fóru fram mótmæli í St. Louis og í tólf öðrum borgum. Svo virðist sem dregið hafi úr mótmælunum í gærkvöldi en mikið hefur snjóað í Ferguson.