Ætlar að stöðva eyðingu skóga

Eyðing skóga er hvergi meira vandamál en í Indónesíu. Á …
Eyðing skóga er hvergi meira vandamál en í Indónesíu. Á myndinni sést eyðing í Amazon-frumskóginum en þar virðist hafa hægt á rányrkjunni. AFP

Nýr for­seti Indó­nes­íu hef­ur heitið því að grípa til aðgerða til að vernda frum­skóga lands­ins og koma í veg fyr­ir að gengið verði enn frek­ar á mó­lendi. Eyðing skóga og nýt­ing mós hef­ur orðið til þess að Indó­nesía er nú þriðji mesti los­ari gróður­húsaloft­teg­unda á meðal ríkja heims.

Joko Widodo tók við sem for­seti Indó­nes­íu fyr­ir um mánuði. Sem tákn um stefnu­breyt­ing­una slóst hann í hóp með íbú­um á Súmötru sem lögðu bölvuð á skurð sem á að ræsa fram mó­lendi. Þar notaði hann tæki­færið til að til­kynna að farið yrði yfir starf­semi skóg­ar­höggsiðnaðar­ins.

Gróðureyðing er stærra vanda­mál í Indó­nes­íu en í nokkru öðru ríki heims, þar á meðal Bras­il­ía og Kongó þar sem rann­sókn­ir benda til að hægi á eyðing­unni. Rann­sókn­ir hafa sýnt að allt að 80% eyðingu skóg­anna í Indó­nes­íu sé til kom­inn vegna ólög­legs skóg­ar­höggs. Skóg­un­um er rutt í burtu, aðallega til að vinna pálma­ol­íu sem notuð er í allt frá mat­vör­um til hrein­lætis­vara og til að vinna timb­ur.

„Ef [fyr­ir­tæk­in] eru í raun að eyðileggja vist­kerfið með því að rækta aðeins eina plöntu­teg­und þá verður að eyða þeim. Þetta verður að stöðva, við meg­um ekki leyfa regn­skóg­um okk­ar að hverfa út af ein­hæfri rækt­un eins og á pálma­ol­íu,“ sagði Widodo.

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök hafa fagnað frum­kvæði nýja for­set­ans þar sem að nú­gild­andi lög í land­inu séu veik hvað varðar vernd­un mó­lend­is og skóga og þeim sé illa fram­fylgt. Árið 2011 lögðu stjórn­völd tíma­bundið bann við nýj­um samn­ing­um um skóg­ar­högg. Því var hins veg­ar lítt fylgt eft­ir og hélt eyðing skóg­lend­is áfram af krafti.

Fjallað var um eyðingu skóga í Indó­nes­íu í þáttaröðinni „Ye­ars of Li­ving Dan­gerously“ sem leik­stjór­inn James Ca­meron fram­leiddi. Þar fór leik­ar­inn Harri­son Ford til lands­ins til að kynna sér málið. Komst hann að raun um að spill­ing og aðgerðal­eysi stjórn­valda gerði fyr­ir­tækj­um kleift að ganga á skóg­ana og mó­lendi á ólög­leg­an hátt, jafn­vel í þjóðgörðum. Hægt er að sjá þann hluta þátt­anna sem fjölluðu um Indó­nes­íu í mynd­band­inu hér fyr­ir neðan.

Frétt The Guar­di­an af skógareyðingu í Indó­nes­íu

mbl.is