„Við erum að tala saman en það er enn langt í land. Þetta eru svo flóknir samningar og allt tekur þetta tíma, þetta eru samningar sem ná til breiðs hóps og margt að skoða.“
Þetta segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna í Morgunblaðinu í dag, en deiluaðilar hittust í gær og ræða saman aftur í dag.
Einhver skriður virðist því vera kominn á deiluna en aðilar hittust einu sinni í viku fyrir skömmu en ræðast nú við daglega. „Það var engin ástæða áður til að hittast. Ríkið var búið að vera með sitt 3% tilboð í hátt í tíu mánuði.“