Bjartsýni fyrir loftslagsviðræður

Pasterze-jökullinn á Grossglockner-fjalli í Austurríki. Þarlendir vísindamenn segja að hitastigið …
Pasterze-jökullinn á Grossglockner-fjalli í Austurríki. Þarlendir vísindamenn segja að hitastigið í landinu hafi hækkað tvöfalt meira en heimsmeðaltalið segir til um. AFP

Óvenju­mik­ill­ar bjart­sýni gæt­ir fyr­ir viðræður ríkja heims um hnatt­ræna hlýn­un sem halda áfram í Líma í Perú á mánu­dag þrátt fyr­ir vís­bend­ing­ar um að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sér þegar stað og að þær eigi eft­ir að fara versn­andi. Ný mark­mið Banda­ríkja­manna og Kín­verja hafa m.a. kveikt von í brjósti manna.

Full­trú­ar fleiri en 190 ríkja hitt­ast á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna í Perú og munu viðræður þeirra standa í tvær vik­ur. Mark­miðið er að leggja drög að sam­komu­lagi um lofts­lags­breyt­ing­ar sem þjóðarleiðtog­ar samþykki svo á lofts­lags­ráðstefnu í Par­ís á næsta ári. Fram að þessu hef­ur þjóðum heims ekki auðnast að náð að sam­ein­ast um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um.

Heit­streng­ing­ar Xi Jin­ping, for­seta Kína, og Baracks Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, fyrr í þess­um mánuði um að draga hraðar úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda hef­ur gefið mönn­um trú á að nú verði loks hægt að ná alþjóðlegu sam­komu­lagi. Þessi tvö ríki standa sam­an fyr­ir um 40% los­un­ar landa heims.

„Niður­lög­um lofts­lags­breyt­ing­ar verður ekki ráðið af Banda­ríkj­un­um og Kína en það verður sann­ar­lega ekki gert án þeirra,“ seg­ir Christ­ina Figu­eres, lofts­lags­mála­stjóri SÞ.

Aðrar þjóðir fylgi for­dæm­inu

Fyrr á þessu ári samþykktu aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins ný los­un­ar­mark­mið fyr­ir árið 2030. Með ákvörðun Kín­verja og Banda­ríkja­manna hafa því þrír stærstu ein­stöku losend­ur gróður­húsaloft­teg­unda sett sér ný mark­mið í þess­um efn­um. Nú er beðið eft­ir því að aðrir stór­ir meng­un­ar­vald­ar eins og Jap­an­ar, Rúss­ar, Ind­verj­ar og Ástr­alir taki sig sam­an í and­lit­inu.

Lít­il von er þó tal­in til þess að hægt verði að kom­ast að niður­stöðu um laga­lega bind­andi sam­komu­lag. Ríki eins og Banda­rík­in hafa verið al­ger­lega and­snú­in slíkri leið og meiri­hluti re­públík­ana í báðum deild­um Banda­ríkjaþings þýðir að ómögu­legt væri að koma slík­um alþjóðasamn­ingi í gegn þar.

Lofts­lags­nefnd SÞ gaf út skýrslu nú í haust þar sem kem­ur fram að draga þurfi hratt úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda það sem eft­ir er þess­ar­ar ald­ar. Um 95% lík­ur séu tald­ar á því að menn beri ábyrgð á hnatt­rænni hlýn­un með bruna á jarðefna­eldsneyti á borð við olíu, gasi og kol­um. Allt stefn­ir í að árið í ár verði það hlýj­asta frá því að mæl­ing­ar hóf­ust.

Frétt AP-frétta­veit­unn­ar af lofts­lagsviðræðunum í Líma 

mbl.is