Sambó sest í helgan stein

00:00
00:00

Eini starf­andi fíll­inn í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, fær loks­ins að láta af störf­um eft­ir að hafa flutt ferðamenn á milli staða í meira en þrjá­tíu ár. Sam­bó hef­ur þegar hlotið bless­um munka í borg­inni og verður bráðlega flutt­ur út í skóg þar sem hann get­ur notið eft­ir­launa­ár­anna.

Sam­bó er 54 ára og síðasti starf­andi fíll­inn í Phnom Penh. Tvær ástæður voru helst­ar fyr­ir því að hann fær að setj­ast í helg­an stein; ann­ars veg­ar voru það mót­mæli vegna þess að Sam­bó trufl­ar um­ferð öku­tækja og hins veg­ar sýk­ing í fæti sem hann hef­ur glimt við frá ár­inu 2012. Raun­ar hef­ur Sam­bó ekki mætt til vinnu vegna sýk­ing­ar­inn­ar und­an­far­in tvö ár.

mbl.is