Eini starfandi fíllinn í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, fær loksins að láta af störfum eftir að hafa flutt ferðamenn á milli staða í meira en þrjátíu ár. Sambó hefur þegar hlotið blessum munka í borginni og verður bráðlega fluttur út í skóg þar sem hann getur notið eftirlaunaáranna.
Sambó er 54 ára og síðasti starfandi fíllinn í Phnom Penh. Tvær ástæður voru helstar fyrir því að hann fær að setjast í helgan stein; annars vegar voru það mótmæli vegna þess að Sambó truflar umferð ökutækja og hins vegar sýking í fæti sem hann hefur glimt við frá árinu 2012. Raunar hefur Sambó ekki mætt til vinnu vegna sýkingarinnar undanfarin tvö ár.