2014 heitasta árið hingað til

Umhverfisverndarsinnar hvetja þjóðir heims til dáða þar sem þær reyna …
Umhverfisverndarsinnar hvetja þjóðir heims til dáða þar sem þær reyna að koma sér saman um loftslagssáttmála í Perú. AFP

Bráðabirgðatöl­ur Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar (WMO) benda til þess að 2014 verði heit­asta árið, bæði á láði og legi, frá því að mæl­ing­ar hóf­ust. Niður­stöðurn­ar fyr­ir fyrstu tíu mánuði þessa árs eru í sam­ræmi við Haf- og lofts­lags­stofn­un Banda­ríkj­anna sem gaf út sömu spá fyr­ir skömmu. Töl­urn­ar miðast við fyrstu tíu mánuði þessa árs.

Meðal­hita­stig á jörðinni fer hækk­andi vegna stöðugr­ar los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda með bruna á jarðefna­eldsneyti. Hafa hita­met á heimsvísu verið sleg­in ár eft­ir ár frá upp­hafi þess­ar­ar ald­ar.

„Fjór­tán af fimmtán hlýj­ustu ár­un­um sem mæl­ing­ar ná til eru á 21. öld­inni. Það sem við sjá­um árið 2014 er í sam­ræmi við það sem við bú­umst við með breyttu lofts­lagi,“ seg­ir Michel Jarraud, fram­kvæmda­stjóri WMO.

Viðræður standa nú yfir í Líma í Perú um alþjóðlegt sam­komu­lag um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Christ­ina Figu­eres, lofts­lags­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir að þess­ar niður­stöður sýni enn frek­ar fram á nauðsyn þess að samstaða ná­ist á milli þjóða heims. Ekki hef­ur tek­ist að ná heild­rænu sam­komu­lagi þrátt fyr­ir tutt­ugu ár af til­raun­um til þess.

„Lofts­lagið okk­ar er að breyt­ast og á hverju ári eykst hætt­an á öfga­full­um veður­fyr­ir­brigðum og áhrif­um á mann­kynið,“ seg­ir Figu­eres.

Emb­ætt­is­menn frá um tvö hundruð lönd­um munu næstu tvær vik­urn­ar reyna að negla niður sam­komu­lag um að draga úr los­un­inni nógu hratt til þess að hlýn­un jarða fari ekki yfir 2°C miðað við meðal­hita­stig fyr­ir iðnbylt­ing­una. Að óbreyttu stefn­ir í að hlýn­un­in verði mun meiri með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um fyr­ir íbúa jarðar­inn­ar.

Frétt The Guar­di­an af niður­stöðum Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar

mbl.is