Hraði bráðnunar eykst

Hvítur ís og blár sjór á Suðurskautslandinu.
Hvítur ís og blár sjór á Suðurskautslandinu. AFP

Bráðnun­ar­hraði jökla í þeim hluta Suður­skauts­lands­ins þar sem bráðnun­in er hröðust hef­ur þre­fald­ast síðusta ára­tug, segja vís­inda­menn sem gert hafa grein­ingu á þró­un­inni sl. 21 ár.

Jökl­ar í hinu ísilagða Amundsen­hafi í vest­ur­hluta Suður­skauts­lands­ins bráðna hraðar en aðrir jökl­ar heims­álf­unn­ar og eru stærsti ein­staki or­saka­vald­ur hækk­andi sjáv­ar, sam­kvæmt vís­inda­mönn­um við Kali­forn­íu­há­skóla í Irvin og NASA.

Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókna sem birt­ar voru í maí sl. bráðna jökl­ar í vest­ur­hluta Suður­skauts­lands­ins sí­fellt hraðar og svo virðist sem ekki sé hægt að snúa þró­un­inni við. Ef þeir bráðnuðu al­veg, myndi sjáv­ar­borð hækka um að minnsta kosti metra.

Að sögn vís­ind­inda­mann­anna er rann­sókn þeirra sú fyrsta sem not­ast við niður­stöður fjög­urra ólíkra mæliaðferða til að leggja sem áreiðan­leg­ast mat á magn og hraða bráðnun­ar sl. tvo ára­tugi. Niður­stöðurn­ar verða birt­ar í tíma­rit­inu Geop­h­ysical Rese­arch Letters 5. des­em­ber.

Mæl­ing­arn­ar voru m.a. gerðar með rat­sjá og gervi­hnött­um NASA og Evr­ópsku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar, og einnig var not­ast við lofts­lags­reiknilík­an Há­skól­ans í Utrecht í Hollandi.

Frá 1992 hafa að meðaltali tap­ast 83 gígat­onn af ís á ári hverju. Bráðnun jökla á um­ræddu svæði á Suður­skautsland­inu hef­ur auk­ist um 6,1 gígat­onn á ári að jafnaði, en frá 2003-2009, jókst bráðnun­in í 16,3 gígat­onn á ári.

Niður­stöðurn­ar voru kynnt­ar á ráðstefnu um hnatt­ræna hlýn­un í Perú.

mbl.is