Framlög oft yfir útvarpsgjaldi

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fullyrðingar um að RÚV hafi aldrei fengið útvarpsgjaldið óskert standast ekki skoðun. Framlögin hafa margoft verið hærri en sem nemur tekjum ríkisins af útvarpsgjaldinu og afnotagjaldinu á undanförnum áratug.

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sem bendir máli sínu til stuðnings á tölur um rekstur RÚV frá fjármálaráðuneytinu.

„Þetta er enn ein staðfestingin á því að vandi RÚV er útgjaldavandi. Það er ekki rétt sem hefur verið staðfastlega haldið fram að tekjur af útvarpsgjaldinu hafi alltaf verið lægri en sem nemur framlögum til fyrirtækisins. Það er ekki rétt sem hefur komið fram í fréttum RÚV að stofnunin hafi aldrei fengið samsvarandi upphæð og útvarpsgjaldið. Þessi fullyrðing er röng og fréttaflutningurinn og viðhorfið hlýtur að vera áhyggjuefni,“ segir Guðlaugur Þór í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina