Varði gjörðir lögreglumannsins

Ákvörðun kviðdóms hefur verið mótmælt harðlega í Bandaríkjunum.
Ákvörðun kviðdóms hefur verið mótmælt harðlega í Bandaríkjunum. Yana Paskova

Yfirmaður lögreglufélags í New York sagði í gær að það hafi verið rétt ákvörðun að ákæra ekki lögreglumann sem talinn er bera ábyrgð á dauða Erics Garners. NBC segir frá þessu.

Lög­reglumaður­inn tók hinn 43 ára gamla Garner heng­ing­ar­taki á gang­sétt í Tompk­insville á Staten-eyju í New York í sum­ar sem varð til þess að hann lést. Maður­inn, sem var óvopnaður, hafði deilt við lög­reglu­menn sem sökuðu hann um að selja ólög­leg­ar síga­rétt­ur.

„Okkur líður illa yfir því að maðurinn lést,“ sagði Patrick Lynch, forseti félagsins. „En því miður kaus Garner að berjast á móti handtöku.“

Lynch hrósaði lögreglumanninum og sagði hann góðan mann sem „fór og vann sína erfiðu vinnu þar sem það er ekkert handrit, og stundum verða harmleikir“, sagði hann.

„Það er jafnframt hræðilegt fyrir lögreglumanninn sem þarf að lifa með þessu.“

Hann hrósaði einnig lögreglunni í New York og hvernig hún brást við mótmælum á miðvikudagskvöld þar sem þúsundir mótmæltu ákvörðuninni. Gagnrýndi hann ummæli borgarstjóra New York þar sem hann gagnrýndi ákvörðun kviðdómsins.

„Þú getur ekki barist á móti handtöku,“ sagði Lynch. „Það leiðir til ágreinings og ágreiningur leiðir til harmleiks.“

Eric Garner deilir við lögreglumennina áður en átökin hefjast.
Eric Garner deilir við lögreglumennina áður en átökin hefjast. Skjáskot
mbl.is