Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara. Fundur hófst kl. 10 og stendur enn. Erfitt er að segja fyrir um hversu langur hann verður, samkvæmt heimildum mbl.is.
Fram kom í ályktun stjórnar læknaráðs Landspítalans sem samþykkt var í vikunni að þreyta og uppgjöf væri greinileg í hópi lækna og hefðu nokkrir þeirra þegar tekið það stóra og erfiða skref að segja upp starfi sínu.
„Við óttumst að fleiri læknar velji sömu leið ef ekki næst að semja um kjarasamninga sem fyrst,“ segir m.a. í ályktuninni.
Þreyta og uppgjöf í röðum lækna