Fundur stendur enn

Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi.
Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara. Fundur hófst kl. 10 og stendur enn. Erfitt er að segja fyrir um hversu langur hann verður, samkvæmt heimildum mbl.is.

Fram kom í ályktun stjórnar læknaráðs Landspítalans sem samþykkt var í vikunni að þreyta og uppgjöf væri greinileg í hópi lækna og hefðu nokkrir þeirra þegar tekið það stóra og erfiða skref að segja upp starfi sínu.

„Við ótt­umst að fleiri lækn­ar velji sömu leið ef ekki næst að semja um kjara­samn­inga sem fyrst,“ segir m.a. í ályktuninni.

Þreyta og uppgjöf í röðum lækna

mbl.is