Grafa undan loftslagsviðræðum

Sjálfboðaliði við loftslagsviðræður SÞ í Líma stendur við vegg sem …
Sjálfboðaliði við loftslagsviðræður SÞ í Líma stendur við vegg sem á er letrað „Fyndu fyrir loftslagsbreytingum núna“ á spænsku. AFP

Ástr­alska rík­is­stjórn­in hef­ur verið sökuð um að reyna vís­vit­andi að grafa und­an lofts­lagsviðræðum Sam­einuðu þjóðanna sem nú fara fram í Perú. Full­trú­ar Ástr­al­íu krefjast þess að gert verði bind­andi alþjóðlegt sam­komu­lag en slíkt fyr­ir­komu­lag myndi lík­lega úti­loka þátt­töku Banda­ríkj­anna og Kína, þeirra tveggja landa sem losa mest af gróður­húsaloft­teg­und­um í heim­in­um.

Sér­fræðing­ar telja að væn­leg­asta leiðin til ár­ang­urs í lofts­lags­mál­um sé að sam­komu­lag sem menn von­ast til að skrifað verði und­ir í Par­ís á næsta ári feli það í sér að aðild­ar­ríki þess setji los­un­ar­mark­mið í lands­lög. Til­raun­ir til þess að gera bind­andi alþjóðleg­an samn­ing myndu verða til þess að Kín­verj­ar og Banda­ríkja­menn segðu sig frá viðræðunum og þær færu út um þúfur. Ein­mitt af þess­ari ástæðu eru full­trú­ar ástr­alskra stjórn­valda nú sagðir þrýsta á um alþjóðlega bind­andi sam­komu­lag.

Ju­lie Bis­hop, ut­an­rík­is­ráðherra Ástr­al­íu, hef­ur áður viður­kennt að Tony Ab­bott, for­sæt­is­ráðherra, hafi í fyrstu sett henni stól­inn fyr­ir dyrn­ar að taka þátt í viðræðunum í Líma. Hún er nú sögð vera þar und­ir eft­ir­liti viðskiptaráðherra lands­ins sem á að gæta þess að hún gangi ekki of langt í að skuld­binda landið í að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Bis­hop hef­ur haldið fast við það án bind­andi sam­komu­lags væru mark­miðin sem sett yrðu lítið annað en von­ir.

„Það lít­ur út fyr­ir að þau séu að reyna að setja ómögu­leg skil­yrði til þess að þau geti vísað til far­sæls sam­komu­lags í Par­ís sem mis­heppnaðs,“ seg­ir Frank Jotzo, aðstoðarpró­fess­or við Há­skól­ann í Ástr­al­íu.

Banda­rík­in hafa sam­kvæmt alla tíð verið óvilj­ug til að gang­ast und­ir alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar. Þau tóku ekki þátt í Kyoto-bók­un­inni á sín­um tíma og Barack Obama, for­seti, hef­ur lýst því yfir að hann muni ekki styðja slíkt alþjóðlegt sam­komu­lag nú. Sér­fræðing­ar telja að Kín­verj­ar muni ekki skrifa und­ir ef Banda­ríkja­menn gera það ekki. Laga­legt form sam­komu­lags­ins sé hins veg­ar ekki það sem skipti máli held­ur hversu mikl­um sam­drætti á los­un gróður­húsaloft­teg­unda það skili heim­in­um. 

Rík­is­stjórn Ab­bott hef­ur verið svarti sauður­inn á meðal vest­rænna ríkja þegar kem­ur að af­stöðu til lofts­lags­mála. Ástr­al­ía varð þannig fyrsta landið í heimi til að af­nema kol­efn­is­gjald eft­ir að því hef­ur á annað borð verið komið á. Þá hafa Ástr­al­ar neitað því að leggja nokkuð að mörk­um til sjóðs Sam­einuðu þjóðanna sem er ætlað að hjálpa þró­un­ar­ríkj­um að aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um og Ab­bott hef­ur reynt að leggja niður sjálf­stæða stofn­un um lofts­lags­mál á veg­um ástr­alska rík­is­ins.

Frétt The Guar­di­an af lofts­lagsviðræðunum og af­stöðu Ástr­ala

mbl.is

Bloggað um frétt­ina