Hugmyndir um hita munu breytast

Fólk baðaði sig í gosbrunnum í Róm til að kæla …
Fólk baðaði sig í gosbrunnum í Róm til að kæla sig í hitabylgjunni miklu sem gekk yfir Evrópu sumarið 2003. mbl.is/AFP

Sér­fræðing­ar við bresku veður­stof­una hafa reiknað út að los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um valdi því að nú séu tíu sinn­um meiri lík­ur á öfga­kennd­um hita­bylgj­um í Evr­ópu en áður. Slík­ar hita­bylgj­ur eigi sér stað um það bil tvisvar á ára­tug og hug­mynd­ir manna um hita komi til með að breyt­ast.

Árið 2004 komst sami hóp­ur að því að hita­bylgja þar sem meðal­hita­stigið væri 1,6°C yfir meðaltals­hita ár­anna 1961-1990 í júní til ág­úst ætti sér staða á um það bil 52 ára fresti. Vís­inda­menn­irn­ir hafa nú upp­fært niður­stöður sín­ar með til­liti til auk­inn­ar hlýn­un­ar síðan þá og betri tölvu­lík­ana. Alþjóðaveður­fræðistofn­un­in skil­grein­ir hita­bylgju sem tíma­bil fimm daga eða fleiri þar sem hita­stig er fimm gráðum eða meira yfir hæsta meðal­hita á hverj­um stað.

Miðað við nú­ver­andi aðstæður gætu hita­bylgj­ur af þessu tagi átt sér stað um það bil tvisvar á ára­tug. Hita­stigið í Vest­ur-Evr­ópu var 0,8°C hærra frá 2003 til 2012 en 1990-1999. Það má að mestu leyti rekja til los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um.

Á bil­inu 30.000-70.000 manns lét­ust úr hit­an­um

Töl­fræðin sem stuðst við var fyr­ir Frakk­land, Þýska­land og Ítal­íu. Það eru þau þrjú lönd sem urðu verst úti í gríðarlegri hita­bylgju sem reið yfir álf­una árið 2003. Talið er að allt frá 30.000 til 70.000 manns hafi lát­ist í 16 lönd­um af völd­um hit­ans. Vatns­ból og ár þornuðu upp, mat­væla­verð hækkaði vegna upp­skeru­brests og skepnu­dauða.

Sé miðað við bjart­sýn­ustu spár manna um minnk­andi los­un gróður­húsaloft­teg­unda segja bresku veður­fræðing­ar að sum­ar eins og árið 2003 verði al­gengt á 5. ára­tug þess­ar­ar ald­ar, eft­ir inn­an við þrjá­tíu ár.

Miði menn hins veg­ar við nú­ver­andi los­un gróður­húsaloft­teg­unda og hlýn­un sem henni fylg­ir þá muni hita­bylgja eins og gekk yfir 2003 verða tal­in gríðarlega kald­ur viðburður fyr­ir lok ald­ar­inn­ar. Mæla vís­inda­menn­irn­ir með því að stjórn­völd skipu­leggi viðbúnað fyr­ir hita­bylgj­ur í framtíðinni.

mbl.is