„Ef af verður þá verða verkföll í fjóra daga í hverri viku. Það myndi þyngja róðurinn talsvert. Það er ljóst að slíkt getur ekki gengið mjög lengi, menn þurfa að ná saman.“
Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um læknadeiluna í Morgunblaðinu í dag. Tæplega 98% lækna samþykktu í gær talsvert umfangsmeiri verkfallsaðgerðir en verið hafa hingað til og hafa þær verið boðaðar þann 5. janúar næstkomandi.
„Þetta sýnir náttúrlega það að samninganefnd lækna hefur býsna gott umboð sinna félagsmanna. Ef eitthvað er þá virðist stemningin vera að harðna í Læknafélaginu, samanber þessar kosningar. Því fyrr sem menn ná saman því betra fyrir heilbrigðiskerfið,“ segir Páll.