Yfirmenn á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu hér á landi telja að mjög vel hafi tekist að tryggja bráðaþjónustu á verkfallsdögum annarrar lotu læknaverkfallsins og aðeins örfá óvænt vandamál hafi komið upp.
Embætti landlæknis stóð fyrir könnun í byrjun desember meðan yfirmanna á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu. Voru þeir beðnir um að meta áhrif af annarri lotu læknaverkfallsins dagana 17. til 27. nóvember sl. á þjónustu stofnananna.
Yfirmennirnir töldu að nokkur atvik hefðu komið upp í verkfallslotunni sem tengdust verkfallsaðgerðunum en þau hafi verið væg.
Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar.