Ekkert svar frá borginni

Neyðarflugbrautin er á norðausturhluta Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.
Neyðarflugbrautin er á norðausturhluta Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. mbl.is/RAX

Í svari skipulagsfulltrúa Reykjavíkur til umsagnaraðila um breytingar á skipulagi við Hlíðarendasvæði kemur fram að gagnrýni á lokun svokallaðrar neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli verði ekki svarað efnislega þar sem brautin sé hvorki á deili- né aðalskipulagi.

Þetta kemur fram í bréfi sem umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar sendi umsagnaraðilum í fyrradag, fjórum mánuðum eftir að umsagnir bárust.

Fimm þeirra sex aðila sem sendu inn umsagnir vegna breytinganna gagnrýndu áform um lokun flugbrautarinnar. Það eru Sigurður Thoroddsen arkitekt, samtökin Hjartað í Vatnsmýrinni, Samtök ferðaþjónustunnar, Mýflug og Icelandair Group. Svar skipulagsfulltrúa er í öllum tilvikum hið sama; að flugbrautina sé hvorki að finna á deiliskipulagi sem tók gildi 6. júní 2014 né á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

Aðflug að Reykjavíkurflugvelli.
Aðflug að Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: