Hátt í 300 manns eru samankomnir á Austurvelli á samstöðufundi með Ríkisútvarpinu.
„Fallið verði tafarlaust frá lækkun útvarpsgjalds eins og stjórn RÚV hefur farið fram á. Annað væri hrein aðför. Fjölmennum og ítrekum kröfur okkar með orðum, tónum, táknum og fulltingi hvers annars,“ segir á Facebook-síðu viðburðarins.