Framtíð Evrópustofu óljós

AFP

Eng­in áform eru uppi hjá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins um að reka Evr­ópu­stofu, upp­lýs­inga­miðstöð sam­bands­ins hér á landi, áfram eft­ir að samn­ing­ur um rekst­ur henn­ar renn­ur út í sum­ar. Þetta kem­ur fram í svari frá fram­kvæmda­stjórn­inni við fyr­ir­spurn mbl.is.

„Nú­gild­andi samn­ing­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um rekst­ur upp­lýs­inga- og sam­skiptaþjón­ustu á veg­um sam­bands­ins á Íslandi renn­ur út í ág­úst 2015. Eins og staðan er í dag eru eng­in áform um að bjóða rekst­ur þeirr­ar þjón­ustu út á nýj­an leik,“ seg­ir Anca Padur­aru, fjöl­miðlafull­trúi stækk­un­ar­deild­ar fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Evr­ópu­stofa tók til starfa í upp­hafi árs 2012 eft­ir að rekst­ur henn­ar hafði verið boðinn út. Samið var við ís­lenska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið At­hygli og þýska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið  Media Consulta um rekst­ur henn­ar. Samn­ing­ur­inn var til tveggja ára með fjár­fram­lagi upp á allt að 1,4 millj­ón­um evra. Sam­kvæmt samn­ingn­um var heim­ilt að fram­lengja hann til tveggja ára.

Sum­arið 2013 var ákveðið að fram­lengja samn­ing­inn við At­hygli og Media Consulta um ár í sam­ræmi við ákvæði hans. Síðasta sum­ar sagði At­hygli sig hins veg­ar frá rekstr­in­um og var öllu starfs­fólki Evr­ópu­stofu sagt upp störf­um. Media Consulta tók þá al­farið yfir rekst­ur Evr­ópu­stofu og réð fólk til starfa og hef­ur fyr­ir­tækið séð al­farið um rekst­ur­inn síðan.

Samn­ing­ur­inn um rekst­ur Evr­ópu­stofu renn­ur út sem fyrr seg­ir á næsta ári og er ekki mögu­legt sam­kvæmt hon­um að fram­lengja hann frek­ar. Ekki er úti­lokað að tek­in verði ákvörðun síðar um að halda rekstr­in­um áfram en þá yrði að bjóða verkið út á nýj­an leik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina