„Það er skoðun Framsýnar að laun verkafólks þurfi að hækka verulega í næstu kjarasamningum og gerir hún því kröfu um að lægsti launataxti Starfsgreinasambands Íslands hækki að lágmarki úr 201.317 kr. í 261.712 kr.á mánuði frá 1. mars 2015 þegar núverandi kjarasamningar renna út.“
Þetta kemur fram í ályktun stéttarfélagsins Framsýnar vegna komandi kjaraviðræðna.
Skorar félagið á önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins að berjast fyrir því að laun verkafólks sem njóti þess vafasama heiðurs að skrapa botninn í launatöflum launþega á Íslandi fái leiðréttingu á sínum kjörum í næstu kjarasamningum.