7.000 bresk heimili í sjóinn

Mikil flóð gengu yfir Bretlandseyjar síðasta vetur með miklu eignatjóni.
Mikil flóð gengu yfir Bretlandseyjar síðasta vetur með miklu eignatjóni. AFP

Tæp­lega 7.000 hús munu hverfa í hafið á Englandi og Wales á næstu hundrað árum vegna hækk­andi yf­ir­borðs sjáv­ar. And­virði fast­eign­anna er yfir millj­arði punda, jafn­v­irði hátt í 200 millj­arða ís­lenskra króna, en þeim verður leyft að fara í sjó­inn þar sem kostnaður­inn við að bjarga þeim yrði mun meiri. 

Tjónið er ekki aðeins í fjar­lægri framtíð því talið er að 800 hús muni hverfa í farm Ægis á næstu tutt­ugu árum vegna þess hversu hratt geng­ur á strandsvæði. Þetta kem­ur fram í skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar Bret­lands sem enn hef­ur ekki verið birt en The Guar­di­an hef­ur séð.

„Þetta er erfitt mál en við get­um ekki varið allt óháð kostnaðinum. Það eru bara ekki fjár­mun­ir til að gera það og halda áfram að gera það. Þetta snýst hins veg­ar ekki aðeins um pen­inga, oft hef­ur fólk búið á stöðum í marg­ar kyn­slóðir og það er mik­il saga og minn­ing­ar þar,“ seg­ir Rob Duck, pró­fess­or og sér­fræðing­ur í eyðingu stranda við Dundee-há­skóla.

Í skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar er gert ráð fyr­ir að fjár­veit­ing­ar til þess að viðhalda byggð meðfram strand­lengj­unni hald­ist stöðugar. Án þess­ara aðgerða myndu rúm­lega tí­falt fleiri hús glat­ast á næstu hundrað ár­un­um.

Flest þeirra hús sem bú­ist er við að hverfi á næstu tutt­ugu árum og fimm­tíu árum eru í Cornwall á suðvesturodda Bret­lands. Á næstu hundrað árum er talið að sex sveit­ar­stjórn­ir muni tapa 200 hús­um eða fleiri; Stærri-Yarmouth, Sout­hampt­on, Cornwall, Norður-Nor­folk, aust­ur­hrepp­ur Jór­vík­ur­skír­is og Scar­borough.

Frétt The Guar­di­an af áhrif­um hækk­andi yf­ir­borðs sjáv­ar á Bretlandi

mbl.is