Samningafundir hefjast að nýju í læknadeilunni í dag og segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, að þrýstingur á að semja sé orðinn töluverður.
Hún muni þó ekki skrifa undir bara til að skrifa undir: „Samningurinn þarf að gera eitthvert gagn.“
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Sigurveig óttast hrinu uppsagna lækna um áramótin takist ekki að semja á næstu tveimur dögum.