Árangur náðst í læknadeilunni

Frá samningafundi lækna í Karphúsinu í gær.
Frá samningafundi lækna í Karphúsinu í gær. mbl.is/Þórður

„Við vorum að ljúka fundi í kvöld með Læknafélagi Íslands klukkan hálf ellefu. Nýr fundur hefur verið ákveðinn föstudaginn 2. janúar klukkan eitt,“ sagði Magnús Pétursson ríkissáttasemjari í kvöld. Magnús sagði ennfremur að árangur hefði náðst á þessum tólf tíma fundi dagsins.

„Okkur hefur miðað töluvert í viðræðunum í dag en það eru enn nokkur atriði óleyst,“ sagði Magnús.

Fundur samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands og ríkisins stendur hins vegnar enn yfir.

Læknar hafa boðað til verkfalls mánudaginn 5. janúar og verða þær verkfallsaðgerðir umfangsmeiri en þær þrjár lotur aðgerða þegar læknar lögðu niður störf í haust.

mbl.is