Fundað í læknadeilunni í dag

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fundað verður hjá ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands við ríkið.

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir enn töluvert bil á milli samningsaðila. „Við höfum verið að varpa hugmyndum á milli okkar og það skýrist vonandi betur eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara hvar við stöndum.“

Formaður Skurðlæknafélagsins, Helgi Kjartan Sigurðsson, er heldur bjartsýnni en tekur þó í sama streng og Þorbjörn og segir erfitt að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir fundinn í dag. Hann segir þó síðasta fund hafa verið góðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: