Tveimur indverskum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi á meðan ásakanir um að þeir hafi nauðgað táningsstúlku eru til rannsóknar.
Stúlkan var handtekin á miðvikudag og fór lögreglumennirnir með hana á lögreglustöð þar sem þeir nauðguðu henni, að því er kemur fram í frétt Press Trust of India (PTI) og er þar vitnað í lögreglumann.
Lögreglumennirnir tveir létu sig í kjölfarið hverfa og hefur ekkert til þeirra spurst.
Kynferðisofbeldi hefur verið mikið til umfjöllunar á Indlandi undanfarin misseri í kjölfar þess að hópur karlmanna nauðgaði stúlku í strætisvagni fyrir tveimur árum. Hún lést síðar af áverkum sem hún hlaut.
Í kjölfarið voru sett strangari lög um refsingar kynferðisbrotamanna. Þrátt fyrir það herma fréttir að nauðgunum í landinu haldi áfram að fjölga.