Funda fram á nótt í kjaradeilu skurðlækna

Skurðlæknar að störfum.
Skurðlæknar að störfum. Ljósmynd/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fundur í samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins stendur enn og gert er ráð fyrir að hann haldi áfram, jafnvel fram yfir miðnætti. 

Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir hjá embætti ríkissáttasemjara en hún segir ekkert víst hver niðurstaðan verði.

„Það er of snemmt að segja til um það en menn meta það þannig að það sé þess virði að halda áfram,“ segir Elísabet. 

Þrátt fyrir varkárt orðalag Elísabetar virðist sem svo að um fyrstu vonarglætu um lausn á læknadeilunni sé að ræða. Fundi samninganefndar Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins lauk klukkan sex í kvöld en næsti fundur þeirra verður á morgun klukkan 13:30.

mbl.is