Rændu og nauðguðu ferðamanni

Frá Kolkata, sem er borg nærri Gaya.
Frá Kolkata, sem er borg nærri Gaya. AFP

Indverskir bræður voru í gær handteknir grunaðir um að hafa rænt 22 ára japanskri konu, haldið henni í þrjár vikur og nauðgað ítrekað. Konan kom sem ferðamaður til Gaya á Indlandi í nóvember og var að skoða Búddaklaustur þegar henni var rænt. Henni var haldið í neðanjarðarbyrgi í grennd við klaustrið.

Bræðurnir sem eru 32 ára og 25 ára störfuðu sem leiðsögumenn við klaustrið og nýttu sér neðanjarðarbyrgið sem ekki var opið almenningi. Konunni héldu þeir þar við afar bágbornar aðstæður og fór enda svo að heilsu hrakaði fljótt. Þeir komu henni því undir læknishendur 20. desember síðastlinn og þaðan tókst konunni að flýja og finna aðra japanska ferðamenn sem veittu henni aðstoð.

Konan var flutt til borgarinnar Kolkata, sem er nærri Gaya, og þar tók japanska ræðismannaskrifstofan við henni og aðstoðaði við framhald málsins.

mbl.is