Líklega fundað inn í nóttina

Frá samningafundii.
Frá samningafundii. mbl.is/Þórður

Samningafundur samninganefnda Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins stendur enn yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt heimildum mbl.is er útlit fyrir að fundað verði inn í nóttina en verkfall hefst sem kunnugt er á miðnætti.

Langur samningafundur fór fram í gær og hófst vinna fyrir fundinn sem stendur yfir strax í morgun. Án þess að það hafi verið sagt berum orðum þykir þetta benda til að gangur sé góður í viðræðunum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélagsins, sagði síðdegis að læknar hafi gefið mikið eftir af kröfum sínum það sem af er samningaviðræðunum en sagðist enn fremur búast við því að læknar yrðu sáttir við niðurstöðuna ef kröfur þeirra, eins og þær standa núna, verði samþykktar.

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að sama skapi að ef ekki takist að ná samningum í kvöld eða nótt þá verði fundað á morgun og út vikuna ef þörf krefur.

Frétt mbl.is: Þetta gerist ef ekki semst í kvöld

mbl.is