160 aðgerðir frestast í fyrstu viku verkfalls

Verkfallið gæti valdið miklum truflunum fyrir sjúklinga.
Verkfallið gæti valdið miklum truflunum fyrir sjúklinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ef þetta gerist þá verður algjört ófremdarástand. Þá verður heildarbiðlistinn eftir aðgerðum orðinn óheyrilega stór og það verður engin leið að stjórna honum almennilega. Það mun taka marga mánuði að vinna hann niður.“

Þetta segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, í Morgunblaðinu í dag um stöðu mála verði læknaverkfallið í heild sinni að veruleika.

„Áhrifin gagnvart sjúklingum eru aðallega þau að fjöldi aðgerða mun frestast, u.þ.b. 160 aðgerðir fyrstu vikuna. Þetta veldur auðvitað gríðarlega miklum truflunum fyrir sjúklinga. Þá munu lengjast enn frekar þeir miklu biðlistar sem urðu til í fyrri verkfallsaðgerðum og það gerir okkur sífellt erfiðara að tryggja öryggi þeirra sem bíða, því sjúkdómar eru þess eðlis að þeir breytast með tímanum,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: