Skurðlæknar funda aftur á morgun

Læknar að störfum.
Læknar að störfum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar í kjaradeilu skurðlækna klukkan 10 í fyrramálið. 

Síðasti fundur í deilunni var haldinn á fimmtudaginn sl. og lauk án þess að samningar næðust níu klukkustundum síðar.

Á tíma leit út fyr­ir að greina mætti von­arglætu um að samn­ing­ar myndu tak­ast. Svo fór ekki og var ekki boðaður annar fundur fyrr en í dag.

mbl.is