Margir vilja taka að sér yfirgefna hundinn Kai

Kai og ferðataskan hans.
Kai og ferðataskan hans. Mynd af vef SPCA í Skotlandi.

Eft­ir að frétt­in af Kai, hund­in­um sem var yf­ir­gef­inn með eig­ur sín­ar á lest­ar­stöð í Skotlandi, birt­ist á vef BBC í gær hef­ur skila­boðum rignt yfir skosku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in SPCA, þar sem fólk býðst til að taka hann að sér.

Í mynd­band­inu hér að neðan sést Kai leika sér og taka líf­inu með ró, þrátt fyr­ir að hafa verið yf­ir­gef­inn af eig­anda sín­um. Hljóðið í mynd­band­inu er óeðli­legta lágt, en þar er í stuttu máli farið yfir frétt gær­dags­ins um Kai.

Hund­ur yf­ir­gef­in með eig­ur sín­ar í tösku

mbl.is