Munu snúa bakinu við jarðefnaeldsneyti

Sérfræðingur telur að a.m.k. eitt stórt olíufyrirtæki muna snúa bakinu …
Sérfræðingur telur að a.m.k. eitt stórt olíufyrirtæki muna snúa bakinu við jarðefnaeldsneyti á næstunni. AFP

Að minnsta kosti eitt stórt alþjóðlegt olíu­fyr­ir­tæki mun snúa bak­inu við jarðefna­eldsneyti í ná­inni framtíð vegna hrap­andi olíu­verðs og lofts­lags­breyt­inga. Þetta er mat fyrr­ver­andi ráðgjafa stórra olíu­fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um.

Dr. Jeremy Leggett vann sem ráðgjafi fyr­ir olíu­fyr­ir­tæki í ald­ar­fjórðung en hann hef­ur nú snúið sér að sól­ar­orku. Hann bend­ir á fyr­ir­tæki eins og Total í Frakklandi sem gæti hætt að reiða sig á jarðefna­eldsneyti eins og hið þýska E.ON hef­ur til­kynnt að það ætli að gera.

„Eitt af olíu­fyr­ir­tækj­un­um mun ganga úr skaft­inu og í þetta skipti mun það vera var­an­legt,“ seg­ir Leggett og vís­ar til BP sem áformaði að snúa bak­inu við kol­efna­eldsneyti en hætti síðar við. 

„Olíu­fyr­ir­tæk­in eru líka að gera sér grein fyr­ir að það er ekki leng­ur siðferðis­lega verj­andi að hunsa af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Rann­sókn­ir hafa bent til þess að ef menn ætla að tak­marka hnatt­ræna hlýn­un við 2°C miðað við tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ingu eins og yf­ir­lýst mark­mið Sam­einuðu þjóðanna er þá þurfi að skilja stór­an hluta olíu-, gas- og kola­linda heims­ins eft­ir í jörðinni.

Viðtal The Guar­di­an við Jeremy Leggett

mbl.is