Handjárnaður unglingur bjargaði lífi lögreglumanns sem fékk hjartaáfall á lögreglustöð í Fort Lauderdale í Flórída. Atvikið náðist á myndband.
Lögreglumaðurinn Franklin Foulks var að taka skýrslu af unglingspiltinum Jamal Rutledge inni í herbergi á lögreglustöðinni er hann fékk skyndilega fyrir hjartað og féll niður. Rutledge fór þegar að sparka í öryggisgrindverk og hrópa á hjálp til að vekja athygli annarra á lögreglustöðinni á ástandinu.
Lögreglumaður sem var fyrir utan herbergið heyrði hávaðann og kom að samstarfsmanni sínum þar sem hann lá á gólfinu með lítilli meðvitund. Hann kallaði svo eftir sjúkrabíl sem flutti Foulks svo á sjúkrahús til aðhlynningar.
Í frétt Telegraph um málið er haft eftir starfsmönnum sjúkrahúsið að skjót viðbrögð Rutledge hafi bjargað lífi lögreglumannsins.